Menntasmiðja unga fólksins 2010

Málsnúmer 2008080024

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 70. fundur - 18.08.2010

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Menntasmiðju unga fólksins á vorönn 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir tilnefningum fulltrúa frá félagsmálaráði og fjölskyldudeild til setu í vinnuhópi um þróun verkefnisins og könnun á möguleikum þess að vinna að meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk.

Anna Hildur Guðmundsdóttir og Heimir Haraldsson verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í vinnuhópnum.

Félagsmálaráð - 1107. fundur - 08.09.2010

Samfélags- og mannréttindaráð óskaði á fundi sínum þann 18. ágúst sl. eftir tilnefningum fulltrúa frá félagsmálaráði og fjölskyldudeild til setu í vinnuhópi um þróun Menntasmiðju unga fólksins og könnun á möguleikum þess að vinna að meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk.

Afgreiðslu frestað.

Félagsmálaráð - 1108. fundur - 22.09.2010

Samfélags- og mannréttindaráð óskaði á fundi sínum þann 18. ágúst sl. eftir tilnefningum fulltrúa frá félagsmálaráði og fjölskyldudeild til setu í vinnuhópi um þróun Menntasmiðju unga fólksins og könnun á möguleikum þess að vinna að meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk. Var á dagskrá síðasta fundar og afgreiðslu þá frestað.

Félagsmálaráð tilnefnir Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópnum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 77. fundur - 08.12.2010

Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um þróun á Menntasmiðju unga fólksins. Vinnuhópurinn var stofnaður á vegum samfélags- og mannréttindaráðs í ágúst sl. Tillagan felur í sér breytt fyrirkomulag á þjónustu við ungt fólk í vanda.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með starf vinnuhópsins og felur framkvæmdastjóra að vinna tillöguna áfram með fjárhagslega hagræðingu að leiðarljósi.