Samfélags- og mannréttindaráð

81. fundur 16. febrúar 2011 kl. 16:45 - 18:45 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá

1.Félagsmiðstöðvar - stefnumótun

Málsnúmer 2011020029Vakta málsnúmer

Lagðir fram ódags. minnispunktar frá umsjónarfólki félagsmiðstöðva þar sem óskað er eftir að hafin verði vinna við mótun framtíðarsýnar fyrir félagsmiðstöðvarnar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hafin verði vinna við mótun framtíðarsýnar fyrir félagsmiðstöðvarnar og munu Heimir Haraldsson og Jóhann Gunnar Sigmarsson vinna að málinu ásamt umsjónarmönnum félagsmiðstöðva, forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála og framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar.

2.Forvarnastefna - endurskoðun 2010

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að Forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ. Drögin vann vinnuhópur sem samfélags- og mannréttindaráð stofnaði til haustið 2010.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar drögunum til umsagnar hjá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skólanefnd og ungmennaráði.

3.Unglingadansleikir

Málsnúmer 2011010099Vakta málsnúmer

Drög að reglum Akureyrarkaupstaðar vegna unglingadansleikja lögð fram. Í þeim kemur fram hvaða skilyrði skuli setja í umsögnum bæjarlögmanns um leyfi til að standa fyrir dansleikjum fyrir 14-17 ára ungmenni.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Ungt fólk utan skóla

Málsnúmer 2007010223Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rannsóknin Ungt fólk utan skóla 2009, félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009. Rannsóknin var unnin af fyrirtækinu Rannsóknir & greining ehf. Rannsóknin sýnir m.a. að mikilvægt er að beina sjónum að þeim hópi ungmenna sem er án atvinnu til að koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar.
https://www.rannsoknir.is/wp-content/uploads/2020/04/Ungt-folk-utan-skola-2009.pdf
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að brugðist verði við niðurstöðum rannsóknarinnar og komið í veg fyrir að ungt fólk verði óvirkt í samfélaginu. Akureyrarbær ber ábyrgð á velferð ungmenna sem standa höllum fæti í bæjarfélaginu og að unnið sé að málefnum þeirra með ábyrgð, fagmennsku og gæði að leiðarljósi til lengri tíma.

5.Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál

Málsnúmer 2011020003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 31. janúar 2011 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju sinni með framlagða tillögu að áætlun í jafnréttismálum. Sérstaklega fagnar ráðið eftirfarandi atriðum:

* að orsakir launamunar kynjanna eftir landsvæðum verði greindar og mótaðar tillögur að aðgerðum til að útrýma honum.

* að gagnagrunnur um jafnrétti kynjanna í sveitarstjórnum verði uppfærður og honum viðhaldið.

* að meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar verði í boði víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Ráðið bendir í því sambandi á að í Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er eitt af markmiðunum að kanna möguleikana á að koma á fót slíku úrræði á Akureyri.

* að verkefninu Jafnrétti í skólum verði framhaldið, en Akureyrarbær var eitt þeirra sveitarfélaga sem lögðu grunninn að verkefninu.

* að háskólar verði hvattir til að innleiða námskeið í kynjafræði fyrir alla nemendur.

Samfélags- og mannréttindaráð vill koma á framfæri þeirri ábendingu að framkvæmdasjóður jafnréttismála verði opnaður fyrir samstarfsverkefnum þeirra sveitarfélaga sem undirritað hafa Jafnréttissáttmála Evrópu.

Jafnframt hvetur samfélags- og mannréttindaráð Háskólann á Akureyri til að gera kynjafræði að skyldufagi í grunnnámi í kennaradeild.

6.Skákfélag Akureyrar - skákkennsla í grunnskólum

Málsnúmer 2009020104Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 2. febrúar 2011 frá Áskeli Erni Kárasyni f.h. Skákfélags Akureyrar þar sem vakin er athygli á þröngri stöðu félagsins og óskað eftir samstarfi um tímabundið átak í skákkennslu í grunnskólum bæjarins.

Samfélags- og mannréttindaráð mun afgreiða erindið með öðrum styrkumsóknum í apríl nk.

7.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs fyrir árið 2011.

Fundi slitið - kl. 18:45.