Öldungaráð

27. fundur 22. mars 2023 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Áskorun um þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 2023030277Vakta málsnúmer

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri leggur til að bæjarstjórn Akureyrarbæjar leitist eftir þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki í heimahúsum undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn. Verkefninu eru gerð skil í liðum A1-A7 í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027. Þá tillögu á að afgreiða á Alþingi vorið 2023.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri velferðarsviðs og Bergdís Bjarkadóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð tekur undir með stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og leggur til að bæjarstjórn Akureyrarbæjar leitist eftir þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki í heimahúsum undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.

Verkefninu eru gerð skil í liðum A1-A7 í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027. Þá tillögu á að afgreiða á Alþingi vorið 2023.

2.Máltíðir fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2021023268Vakta málsnúmer

Umræður um hádegismat og niðurgreiðslu á honum í Birtu og Sölku - félagsmiðstöðvum fólksins.
Öldungaráð bendir á að aðgengi eldra fólks á Akureyri að hollri næringu sé áhyggjuefni og hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að fá hádegismat á viðráðanlegu verði fyrir eldra fólk í Birtu og Sölku.

3.Málefni Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar

Málsnúmer 2023031287Vakta málsnúmer

Öldungaráð lýsir yfir miklum áhyggjum af málefnum Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar og hvetur alla hlutaðeigandi aðila til að leysa málin sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 15:00.