Öldungaráð

24. fundur 07. desember 2022 kl. 13:00 - 14:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Virk efri ár

Málsnúmer 2022081092Vakta málsnúmer

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri lýðheilsumála kynnti stöðu verkefnisins Virk efri ár.
Öldungaráð þakkar Héðni Svarfdal fyrir greinargóða kynningu og hlakkar til að fylgjast með framgangi verkefnisins.

2.Starfsreglur öldungaráðs

Málsnúmer 2020030048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að starfsreglum öldungaráðs.
Öldungaráð felur forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

3.Starfsáætlun öldungaráðs 2023

Málsnúmer 2022120098Vakta málsnúmer

Vinna við starfsáætlun öldungaráðs en samkvæmt starfsreglum öldungaráðs skal formaður, varaformaður og starfsmaður ráðsins sjá um að leggja starfsáætlun ráðsins fyrir fund í janúar.

Fundi slitið - kl. 14:30.