Sómatún 4. - Umsókn um lóðarstækkun.

Málsnúmer BN100139

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Í framhaldi af umsóknum lóðarhafa Sómatúns 2 og 4 um stækkun lóðanna og bókun nefndarinnar 7. júlí 2010 lagði staðgengill skipulagsstjóra fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Naustahverfis unna af Teiknum - ráðgjöf og hönnun dags. 5. maí 2011. Breytingin felst í stækkun lóðanna nr. 2 og 4 við Sómatún að göngustíg.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. maí 2011:
Í framhaldi af umsóknum lóðarhafa Sómatúns 2 og 4 um stækkun lóðanna og bókun nefndarinnar 7. júlí 2010 lagði staðgengill skipulagsstjóra fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Naustahverfis unna af Teiknum - ráðgjöf og hönnun dags. 5. maí 2011. Breytingin felst í stækkun lóðanna nr. 2 og 4 við Sómatún að göngustíg.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 383. fundur - 01.02.2012

Umsókn um stækkun á lóðinni Sómatún 4 frá Þresti Sigurðssyni f.h. Arinbjarnar Þórarinssonar og Hugrúnar Helgu Guðmundsdóttur. Sótt er um stækkun lóðarinnar til vesturs í tengslum við breytingu á legu göngustígs.

Skipulagsstjóri samþykkir lóðarstækkunina.