Bæjarráð

3834. fundur 17. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:59 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2023

Málsnúmer 2023050347Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 11 mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Afskriftir krafna 2023

Málsnúmer 2024010740Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra fjársýslusviðs dagsett 12. janúar 2023 um afskriftir krafna. Kröfurnar eru frá árunum 2020 og fyrri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Samtals er um 832 kröfur að ræða að fjárhæð krónur 11.173.713.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um afskriftir krafna.

3.Bifreiðastæði við Oddeyrartanga

Málsnúmer 2024010644Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. janúar 2024 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði á lóð Hafnasamlags Norðurlands við Oddeyrartanga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs satr fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Hafnasamlagi Norðurlands bs. (HN) heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði HN á Oddeyrartanga og óska samþykkis lögreglustjóra fyrir notkun lóðarinnar sem stöðureits, sbr. 2. og 3. mgr. 86. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

4.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjármálasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

5.Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023120429Vakta málsnúmer

Liður 22 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að útboðs- og úthlutunarskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hótellóð á Jaðarsvelli verði úthlutað með útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða skilmála með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - landsþing 2024

Málsnúmer 2024010563Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. janúar 2024 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun 39. landsþings sambandsins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 10:00.

7.Erindi vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 2024010495Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2024 frá innviðaráðuneytinu þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra upplýsir sveitarfélög um stöðu mála varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, í ljósi nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs.
Bæjarráð mótmælir því harðlega að umræddur dómur komi í veg fyrir að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi.

8.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2024

Málsnúmer 2024010315Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 59. fundar stjórnar SSNE dagsett 5. janúar 2024.

Fundi slitið - kl. 10:59.