Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

904. fundur 23. febrúar 2023 kl. 13:00 - 13:45 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 98 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020273Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Akureyri Backpackers sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir lítilsháttar breytingu innanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020769Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á breytingum á bílgeymslu.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

3.Gleráreyrar 1 (rými 49) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - niðurrif og uppbygging

Málsnúmer 2022070294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Samkaupa hf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugað er að færa Nettó í rými 49. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Helgamagrastræti 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023020037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2023 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Rebekku Kristínar Garðarsdóttur sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt breytingum á innra skipulagi núverandi húss nr. 9 við Helgamagrastræti. Innkomin ný gögn 20. febrúar 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Óseyri 2D - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023011252Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. janúar 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Finns ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir húsi á lóð númer 2D við Óseyri. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.