Dvergaholt 5-7-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100813

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 391. fundur - 09.11.2022

Erindi dagsett 23. október 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Trétaks ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5-7-9 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdráttur.
Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins sem lóðarhafi Hulduholts nr. 29 og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið.

Skipulagsráð telur að sérstakar ástæður þurfi að vera fyrir hendi til að samþykkja breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi. Skipulagsráð telur þó að slíkar aðstæður séu fyrir hendi nú í ljósi landfræðilegrar legu umræddrar lóðar sem staðsett er ofan í hvilft.

Er skipulagsfulltrúa falið að láta vinna lýsingu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3519. fundur - 15.11.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2022:

Erindi dagsett 23. október 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Trétaks ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5-7-9 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdráttur.

Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins sem lóðarhafi Hulduholts nr. 29 og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið.

Skipulagsráð telur að sérstakar ástæður þurfi að vera fyrir hendi til að samþykkja breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi. Skipulagsráð telur þó að slíkar aðstæður séu fyrir hendi nú í ljósi landfræðilegrar legu umræddrar lóðar sem staðsett er ofan í hvilft.

Er skipulagsfulltrúa falið að láta vinna lýsingu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fyrir bæjarstjórn.

Lögð er fram tillaga að lýsingu á breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Halla Björk vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið. Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að hafna því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið. Samkvæmt gildandi skipulagi er hámarkshæð fjölbýlishúsa á svæðinu fjórar hæðir en samkvæmt erindinu er lagt til að heimilt verði að bæta við fimmtu hæðinni. Bæjarstjórn telur að aðstæður séu ekki með þeim hætti að þær kalli á breytingar á nýsamþykktu deiliskipulagi.

Brynjólfur Ingvarsson situr hjá.