Dalvíkurlína 2 - umsagnarbeiðni frá Hörgársveit

Málsnúmer 2022100587

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 398. fundur - 15.03.2023

Erindi Hörgársveitar dagsett 7. mars 2023 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna strengleiðar Dalvíkurlínu 2, göngu- og hjólastíga og reiðleiða.

Umsagnarfrestur er veittur til 16. mars nk.
Akureyrarbær bendir á að erfitt er að átta sig á legu Dalvíkurlínu 2 út frá framsetningu á skipulagsuppdrætti.

Gerð er athugasemd við að sú lega Dalvíkurlínu 2 innan sveitarfélagamarka Akureyrar sem sýnd er á tillöguuppdrætti samræmist ekki þeim gögnum sem Landsnet hefur lagt fram til sveitarfélagsins. Endanleg lega Dalvíkurlínu 2 innan Akureyrarbæjar hefur ekki verið staðfest af hálfu Landsnets við skipulagsyfirvöld sveitarfélagsins.

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Erindi dagsett 15. nóvember 2023 þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Akureyrarbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna Dalvíkurlínu 2 ásamt breytingu á legu reiðleiða og göngu- og hjólaleiðar.

Umsagnarfrestur er veittur til 1. janúar 2024.

Meðfylgjandi eru aðalskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.