Úttekt Persónuverndar á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi

Málsnúmer 2022020654

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3761. fundur - 03.03.2022

Lagt fram til kynningar erindi frá Persónuvernd dagsett 25. febrúar 2022 þar sem tilkynnt er um úttekt stofnunarinnar á notkun sex sveitarfélaga, eða grunnskóla þeirra, á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi og er Akureyrarbær þeirra á meðal. Óskað er eftir skriflegu svari við spurningalista eigi síðar en 31. mars nk.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 5. fundur - 07.03.2022

Í bréfi dagsettu 25. febrúar 2022 var lögð fram til kynningar úttekt Persónuverndar á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi.