Fræðslu- og lýðheilsuráð

5. fundur 07. mars 2022 kl. 13:30 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson Forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030015Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022 lögð fram til kynningar.

Áheyrnarfulltrúar: Elías Gunnar Þorbjörnsson grunnskólastjóri, Therése Möller fulltrúi leikskólakennara, Snjólaug Brjánsdóttir leikskólastjóri, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Elva Sól Káradóttir ungmennaráði sátu fundinn undir þessum lið.

2.Kynningaráætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030016Vakta málsnúmer

Kynningaráætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.

Áheyrnarfulltrúar: Elías Gunnar Þorbjörnsson grunnskólastjóri, Therése Möller fulltrúi leikskólakennara, Snjólaug Brjánsdóttir leikskólastjóri, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Elva Sól Káradóttir ungmennaráði sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir kynningaráætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2022.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.

3.Ráðning skólastjóra Naustatjarnar

Málsnúmer 2022030200Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs gerði grein fyrir ráðningu í starf skólastjóra Naustatjarnar.

Áheyrnarfulltrúar: Elías Gunnar Þorbjörnsson grunnskólastjóri, Therése Möller fulltrúi leikskólakennara, Snjólaug Brjánsdóttir leikskólastjóri, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Elva Sól Káradóttir ungmennaráði sátu fundinn undir þessum lið.
Inga Bára Ragnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Naustatjarnar. Alls sóttu fimm um stöðuna. Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir ráðninguna og óskar Ingu Báru velfarnaðar í starfi.

4.PISA 2022

Málsnúmer 2022030215Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 3. mars 2022 frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um fyrirlögn PISA-könnunarinnar sem verður á tímabilinu 10. mars til 8. apríl 2022.

Áheyrnarfulltrúar: Elías Gunnar Þorbjörnsson grunnskólastjóri, Therése Möller fulltrúi leikskólakennara, Snjólaug Brjánsdóttir leikskólastjóri, Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Elva Sól Káradóttir ungmennaráði sátu fundinn undir þessum lið.

5.Skíðafélag Akureyrar - Scandinavian Cup á Akureyri 2022

Málsnúmer 2022020882Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2022 frá Skíðafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna Scandinavian Cup skíðagöngumóts í Hlíðarfjalli í mars 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Elva Sól Káradóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Skíðafélag Akureyrar um kr. 100.000 fyrir rútuferðum upp í Hlíðarfjall á mótsdögum og vísar öðrum þáttum erindisins til umhverfis- og mannvirkjasviðs og þjónustu- og skipulagssviðs.

6.Úttekt Persónuverndar á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi

Málsnúmer 2022020654Vakta málsnúmer

Í bréfi dagsettu 25. febrúar 2022 var lögð fram til kynningar úttekt Persónuverndar á notkun sveitarfélaga á skýjaþjónustu í grunnskólastarfi.

7.Trúnaðarmál I

Málsnúmer 2022030188Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri, Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál II

Málsnúmer 2022030216Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri, Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:00.