Menningarsjóður Akureyrar 2022 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2022020273

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3758. fundur - 10.02.2022

Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 10:26.
Farið var yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2022 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 10:49.

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Farið yfir tillögur um veitingu heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs en þær eru veittar einstaklingum sem hafa með störfum sínum og verkum lagt mikið til menningar- og félagsstarfs í bænum.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu en tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.