Mannauðsstefna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022020096

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3765. fundur - 31.03.2022

Umfjöllun um tillögu að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa mannauðsstefnunni með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 31. mars 2022:

Umfjöllun um tillögu að endurskoðaðri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa mannauðsstefnunni með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Auk hennar tóku til máls Andri Teitsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða mannauðsstefnu með 11 samhljóða atkvæðum.