Samþykkt fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2022010917

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 28. fundur - 08.06.2022

Farið yfir samþykkt ungmennaráðs frá 19. janúar 2021 og tillögur að breytingum.
Ungmennaráð samþykkir tillögur að breytingum.

Ungmennaráð - 28. fundur - 08.06.2022

Ungmennaráð fór yfir kynningu sína til Vinnuskólans, farið yfir fyrirkomulag og tímasetningar á kynningunum.
Ungmennaráð valdi fulltrúa til að kynna starfsemi ungmennaráðs fyrir ungmennum Vinnuskólans.

Ungmennaráð - 28. fundur - 08.06.2022

Kynning á tengslaráðstefnu í Utoyja í Noregi núna í byrjun júní þar sem tveir fulltrúar ungmennaráðs voru. Farið yfir möguleika á slíku verkefni með Noregi og Litháen. Kosið verður um framhaldið.
Ungmennaráð samþykkir að fara í áframhaldandi samstarf við tvo staði í Noregi og einn í Litháen með tenglsaverkefni í huga. Umsjónarmanni barnvæns sveitarfélags falið að fylgja málinu eftir.

Ungmennaráð - 34. fundur - 04.01.2023

Fulltrúar úr nemendaráðum grunnskóla sveitarfélagsins komu á fundinn til að byggja upp sterkari tengsl og skilvirkari boðleiðir milli grunnskólanna og ungmennaráðs Akureyrarbæjar. Staðan á nemendaráðum og virkni þeirra var metin m.t.t. klausu úr aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar 2019-2021. Ýmis málefni voru viðruð og augljóst að möguleikarnir fyrir frekara samstarfi eru miklir og sömuleiðis áhuginn. Gott fyrsta skref og ánægja með að hafa fengið boð á fundinn.

Nemendur komu frá öllum skólum nema Glerárskóla og Hlíðarskóla, allir skólar fengu boð.

Ungmennaráð - 35. fundur - 01.02.2023

Rætt var um verkefnið Sumartónar 2023.

Ungmennaráð þarf að finna listamann (stjörnu) og ungan heimamann til þess að stíga á svið. Nokkur nöfn voru sett niður á blað og verða borin saman við svör sem eiga eftir að koma frá félagsmiðstöðvunum. Þá vantar tvo fulltrúa úr ráðinu til að vera kynnar og fjóra til þess að sinna dyravörslu. Skipað var í þessi verkefni og munu Felix Hrafn Stefánsson og Freyja Dögg Ágústudóttir vera kynnar og Anton Bjarni Bjarkason, Erika Arna Sigurðardóttir, Haukur Arnar Ottesen Pétursson og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir sinna dyravörslu.

Ungmennaráð - 42. fundur - 06.09.2023

Rætt var um að bæta þyrfti samstarf milli nemendaráða grunnskólanna og ungmennaráðsins, styrkja boðleiðir og byggja upp sterkari tengsl. Eftir að hafa boðið fulltrúum nemendaráðanna á fund í byrjun þessa árs var augljóst að það yrði að verða fastur liður í vinnu ungmennaráðsins að hitta þessi ungmenni reglulega. Ákveðið var að fulltrúar ungmennaráðsins myndu setja saman tölvupóst sem yrði sendur á umsjónarmenn nemendaráðanna í þeim tilgangi að koma á fundi.

Ungmennaráð - 46. fundur - 10.01.2024

Hanna Borg Jónsdóttir sérfræðingur í innleiðingu Barnasáttmálans - Barnvæn sveitarfélög hjá UNICEF og Marín Rós Eyjólfsson samskiptastjóri innanlandsteymis tóku samtal við ungmennaráð Akureyrar sem var hluti af úttekt fyrir endurmatsviðurkenningu fyrir Barnvænt sveitarfélag.