Ungmennaráð

28. fundur 08. júní 2022 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Alexía Lind Ársælsdóttir
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Stormur Karlsson
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þór Reykjalín Jóhannesson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
Starfsmenn
  • Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Arnar Már Bjarnason umsjónarmaður
Dagskrá
Bjarni Hólmgrímsson boðaði forföll, ekki var varamaður í hans stað.

1.Samþykkt fyrir ungmennaráð

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkt ungmennaráðs frá 19. janúar 2021 og tillögur að breytingum.
Ungmennaráð samþykkir tillögur að breytingum.

2.Fræðsla ungmennaráðs í Vinnuskólann 2022

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fór yfir kynningu sína til Vinnuskólans, farið yfir fyrirkomulag og tímasetningar á kynningunum.
Ungmennaráð valdi fulltrúa til að kynna starfsemi ungmennaráðs fyrir ungmennum Vinnuskólans.

3.Ungmennaskiptaverkefni 2022

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Kynning á tengslaráðstefnu í Utoyja í Noregi núna í byrjun júní þar sem tveir fulltrúar ungmennaráðs voru. Farið yfir möguleika á slíku verkefni með Noregi og Litháen. Kosið verður um framhaldið.
Ungmennaráð samþykkir að fara í áframhaldandi samstarf við tvo staði í Noregi og einn í Litháen með tenglsaverkefni í huga. Umsjónarmanni barnvæns sveitarfélags falið að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 18:00.