Ungmennaráð

34. fundur 04. janúar 2023 kl. 16:00 - 18:30 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Erika Arna N. Sigurðardóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Stuttmyndasamkeppni

Málsnúmer 2022091392Vakta málsnúmer

Stuttmyndasamkeppnin var stuttlega kynnt fyrir nýjum fulltrúum. Búið var að ákveða hver yrði fulltrúi ungmennaráðsins í dómnefndinni, Anton Bjarni Bjarkason.

2.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref ný markmið og endurmat (2020-

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr nemendaráðum grunnskóla sveitarfélagsins komu á fundinn til að byggja upp sterkari tengsl og skilvirkari boðleiðir milli grunnskólanna og ungmennaráðs Akureyrarbæjar. Staðan á nemendaráðum og virkni þeirra var metin m.t.t. klausu úr aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar 2019-2021. Ýmis málefni voru viðruð og augljóst að möguleikarnir fyrir frekara samstarfi eru miklir og sömuleiðis áhuginn. Gott fyrsta skref og ánægja með að hafa fengið boð á fundinn.

Nemendur komu frá öllum skólum nema Glerárskóla og Hlíðarskóla, allir skólar fengu boð.

3.Samþætting þjónustu barna - 2022

Málsnúmer 2022110260Vakta málsnúmer

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri samþættingar þjónustu barna kynnti innleiðingu farsældarlaganna. Þankahríð með ungmennaráði hvernig hægt væri að standa sem best að innleiðingunni m.t.t. barna og ungmenna sem og að flétta viðfangsefnið við Stórþing ungmenna í febrúar. Ákveðið var að boða Helgu á annan fund þegar nær dregur stórþinginu fyrir frekari samvinnu.

4.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref - stýrihópur

Málsnúmer 2022030625Vakta málsnúmer

Rætt var um skipan stýrihóps í verkefninu barnvænt sveitarfélag 2023. Þó nokkrir fulltrúar voru áhugasamir en ekki var tekin endanleg ákvörðun um hverjir þeirra tækju sæti í hópnum. UNICEF mælir með a.m.k. fjórum fulltrúum úr ungmennaráði en hvetur jafnframt til þess að þeir séu fleiri til að skipta bæði fundum og verkefnum á milli sín.

Partur af endurmati og nýrri aðgerðaáætlun skv. þrepum í verkefninu barnvænt sveitarfélag er að mynda stýrihóp (sjá nánar um þrepin í verkefninu hér: https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-sveitarfelog/innleidingarferlid/)


Í stýrihópi skulu sitja a.m.k.:

- einn fulltrúi frá hverju sviði sveitarfélagsins

-einn kjörinn fulltrúi frá minnihluta

- einn kjörinn fulltrúi frá meirihluta

- ungmenni úr ungmennaráði (a.m.k. fjögur)

- umsjónarmaður verkefnis.


Einnig er ákjósanlegt að í stýrihópi séu:

- fulltrúar frá sem flestum stofnunum sveitarfélagsins

- fulltrúi frá íbúa- eða foreldrasamtökum.


Nokkur atriði sem stýrihópurinn þarf að vinna að:

- Hafa yfirumsjón með kortlagningu á réttindum og velferð barna innan sveitarfélagsins.

- Meta þörf fyrir fræðslu um verkefnið og réttindi barna innan sveitarfélagsins.

- Gera aðgerðaráætlun sem byggir á gögnum sem safnað er í kortlagningunni, samráðsvettvangi með börnum og ungmennum og svörum sveitarfélagsins við gátlistum barnvænna sveitarfélaga.

- Fylgja eftir framkvæmd aðgerðaáætlunar.

- Miðla upplýsingum um verkefnið og kynna aðgerðaáætlun á auðlesnu formi fyrir börn og ungmenni.

- Skýrslugjöf og samskipti við UNICEF.


Meðlimir stýrihópsins deila skoðunum sínum og reynslu með hópnum, miðla upplýsingum um innleiðingu verkefnisins frá stýrihópnum til samstarfsfólks og fylgja sérstaklega eftir þeim þáttum aðgerðaáætlunarinnar sem snúa að þeirra eigin starfsvettvangi eða sviði innan sveitarfélagsins. Umsjónarmaður verkefnisins situr í stýrihópnum og er sérstakur tengiliður við UNICEF á Íslandi.


Fundaálag hjá stýrihópi er mismikið en gera má ráð fyrir að hann fundi mest í upphafi meðan á stöðumatinu stendur og einnig þegar kemur að gerð aðgerðaáætlunar og skýrslugerð. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn taki til starfa í janúar 2023 og muni í upphafi gera tímalínu yfir verkefni sín næsta árið, sem miðar að því takmarki að Akureyrarbær fái endurviðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag 2023.


Nánari upplýsingar er að finna hér um stöðumatið og störf stýrihópsins:

https://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-sveitarfelog/innleidingarferlid/#puzzle2

5.Stórþing ungmenna 2023

Málsnúmer 2023010395Vakta málsnúmer

Fyrsta umræða var tekin um undirbúning fyrir Stórþing ungmenna í febrúar 2023.

Samþykkisblöðum fyrir myndbirtingu var safnað saman.

6.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðuna á nýrri Facebook síðu og hópspjalli fyrir ungmennaráðið. Allir fulltrúar ráðsins eru komnir inn á síðuna og þangað verður ýmsum upplýsingum deilt. Fulltrúarnir voru sammála um að notast við síðuna og spjallið sem helsta samskiptamáta fyrir ráðið og starfsmennina í kringum það.

Fundi slitið - kl. 18:30.