Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Málsnúmer 2021110358

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Lagt fram svar Minjastofnunar Íslands dagsett 22. mars 2022 við beiðni skipulagsyfirvalda um að hús á lóð Tónatraðar nr. 8 verði fjarlægt í samráði við eigendur.

Minjastofnun fellst ekki á beiðni um að húsið verði fjarlægt, hvort sem um ræðir niðurrif eða flutning en lögð hafði verið fram sú tillaga af hálfu skipulagsfulltrúa að flytja húsið á óbyggða lóð í Lækjargötu (nr. 8).
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun Minjastofnunar í samræmi við 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Lögð fram drög Yrkis arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæðin þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar nr. 8 þar sem Minjastofnun heimilar ekki að hús á þeirri lóð verði fjarlægt.
Skipulagsráð samþykkir að fresta ákvörðun um framhald málsins þar til nýtt skipulagsráð hefur tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lögð fram að nýju drög Yrki arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæði þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar 8 þar sem ekki liggur fyrir heimild Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja húsið. Auk deiliskipulagstillögu eru lagðar fram athugasemdir, umsagnir og minnisblöð sem fyrir liggja í tengslum við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 4. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til nýtt skipulagsráð hefði tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi með fyrirvara um álit bæjarlögmanns.

Sif, Jón og Sunna Hlín viku af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa ákvörðun um hvort kynna eigi drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags til bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ef horfa á til breytinga á skipulagi Tónatraðar væri eðlilegra að svæðið væri skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð.

Bæjarstjórn - 3523. fundur - 07.02.2023

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lögð fram að nýju drög Yrki arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæði þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar 8 þar sem ekki liggur fyrir heimild Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja húsið. Auk deiliskipulagstillögu eru lagðar fram athugasemdir, umsagnir og minnisblöð sem fyrir liggja í tengslum við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 4. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til nýtt skipulagsráð hefði tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi með fyrirvara um álit bæjarlögmanns.

Sif, Jón og Sunna Hlín viku af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa ákvörðun um hvort kynna eigi drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags til bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ef horfa á til breytinga á skipulagi Tónatraðar væri eðlilegra að svæðið væri skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð.


Hlynur Jóhannsson kynnti málið.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Drög að breytingum á skipulagi svæðisins við Tónatröð fari í ráðgefandi íbúakosningu, sem fari fram eigi síðar en 30. apríl nk. í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Þá tóku til máls Jana Salóme I. Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Andri Teitsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hlynur Jóhannesson, Halla Björk Reynisdóttir og Heimir Örn Árnason.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.

Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Halla Birgisdóttir Ottesen greiða atkvæði gegn tillögunni. Halla Björk Reynisdóttir situr hjá.


Þá eru greidd atkvæði um tillögu Hildu Jönu Gísladóttur:

Drög að breytingum á skipulagi svæðisins við Tónatröð fari í ráðgefandi íbúakosningu, sem fari fram eigi síðar en 30. apríl nk. í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Þrír greiddu atkvæði með tillögunni, átta greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Meirihlutinn óskar bókað:

Á síðasta kjörtímabili var samþykkt að heimila SS Byggi að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi Spítalavegar í samráði við skipulagsráð. Á þessum fundi er því ekki verið að fjalla um þá ákvörðun heldur þá tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú liggur fyrir. Það er mat okkar að mikilvægt sé að nýta takmarkað landsvæði bæjarins með skynsamlega þéttingu byggðar í huga og fellur svæðið við Tónatröð þar undir þar sem um er að ræða spennandi uppbyggingarsvæði miðsvæðis á Akureyri. Fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi er í samræmi við þessar áherslur og í því ljósi teljum við að kynna ætti tillöguna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum með formlegum hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Þar sem eingöngu er um að ræða vinnslutillögu eða drög að breytingu að þá eru enn tækifæri til að gera breytingar á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem kunna að berast.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Á bæjarstjórnarfundi er til afgreiðslu hvort kynna eigi drög að breytingu á skipulagi við Tónatröð. Ýmislegt hefur verið sagt og ritað um fyrri gjörninga í þessu máli. Við getum verið sammála að betur hefði farið á því í upphafi að auglýsa eftir hugmyndum. Þá hefðum við væntanlega fjölbreyttara val og jafnræðis hefði verið betur gætt.

En staðan nú er þessi: Meirihluti fyrri bæjarstjórnar samþykkti lóðavilyrði fyrir fjölbýlishúsauppbyggingu í Tónatröð þar sem byggt yrði upp í brekkuna, að því gefnu að skipulagsbreyting yrði samþykkt. Það er okkar skilningur að lóðinni hafi ekki verið úthlutað á þessu stigi málsins og verði ekki úthlutað fyrr en að loknum skipulagsbreytingum.

Umsækjandi lóðar hefur hins vegar skilað inn sinni skipulagstillögu og það er þessarar bæjarstjórnar að samþykkja - eða ekki - hvort kynna eigi tillöguna fyrir bæjarbúum sem drög að deiliskipulagi. Samþykki bæjarstjórn þá er tillagan borin undir bæjarbúa með formlegum hætti og umsækjanda lóðar gefst frekara tækifæri til þess að kynna hugmyndir sínar. Öllum íbúum bæjarins gefst að sama skapi tækifæri til að bera fram spurningar um verkefnið og skila inn ábendingum.

Það er því ekki þar með sagt að þetta sé sú tillaga sem bæjarstjórn samþykkir á endanum og ýmsir þættir sem við bæjarfulltrúar Framsóknar viljum skoða nánar í frekari vinnu við skipulagið. Af þeirri ástæðu samþykkjum við að setja þessi drög að skipulagi í kynningu og vonum að íbúar verði duglegir að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í ferlinu með okkur.


Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Það er miður að meirihluti bæjarfulltrúa fari gegn samþykkt í núgildandi aðalskipulagi og hunsi algjörlega varðveislugildi og vernd eldri byggðar sem leiðir af sér óafturkræfa breytingu á bæjarmyndinni.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að meirihluti bæjarstjórnar sé andsnúin því að fram fari ráðgefandi íbúakosning um jafn umdeilt skipulagsmál og um ræðir við Tónatröð. Í ljósi þess að Minjastofnun féllst ekki á flutning húss í miðju þess reits sem um ræðir, er hugmynd um uppbyggingu fjölbýlishúsa ekki lengur fýsilegur kostur og ætti frekar að horfa til lágreistari byggðar á svæðinu, sem myndi falla betur að nærliggjandi byggð. Þá er ástæða til að árétta að það lóðavilyrðri sem síðasta bæjarstjórn veitti og liggur til grundvallar málinu nú var ekki í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis.


Að lokum óskaði meirihlutinn bókað:

Nú verður málið kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum með formlegum hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Við teljum þá leið farsælli til íbúasamráðs en íbúakosning á þessum tímapunkti.