Lögð fram að nýju drög Yrki arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæði þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar 8 þar sem ekki liggur fyrir heimild Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja húsið. Auk deiliskipulagstillögu eru lagðar fram athugasemdir, umsagnir og minnisblöð sem fyrir liggja í tengslum við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 4. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til nýtt skipulagsráð hefði tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.