Hafnarstræti 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 2021100741

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 368. fundur - 27.10.2021

Erindi dagsett 11. október 2021 þar sem Kristín Vala Breiðfjörð leggur inn fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignagjalda fyrir hús nr. 3 við Hafnarstræti. Um er að ræða 120 ára gamalt hús sem verið er að gera upp.
Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. október 2021:

Erindi dagsett 11. október 2021 þar sem Kristín Vala Breiðfjörð leggur inn fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignagjalda fyrir hús nr. 3 við Hafnarstræti. Um er að ræða 120 ára gamalt hús sem verið er að gera upp.

Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.