Skipulagsráð

368. fundur 27. október 2021 kl. 08:15 - 12:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Verkefnastjóri skipulagsmála
Dagskrá

1.Innbærinn - verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 2018010351Vakta málsnúmer

Haraldur Þór Egilsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir hjá Minjasafninu á Akureyri kynntu vinnu við verkefnið Verndarsvæði í byggð sem hefur verið í vinnslu frá árinu 2018 fyrir Innbæinn.

Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Sunnuhlíð 12 - fyrirspurn um aukna nýtingu lóðar.

Málsnúmer 2021101657Vakta málsnúmer

Erindi Helga S. Gunnarssonar dagsett 20. október 2021 fyrir hönd Regins hf. þar sem kynntar eru hugmyndir að bættri nýtingu lóðarinnar Sunnuhlíðar 12 annað hvort með því að stækka núverandi þjónustu- og verslunarmiðstöð eða með því að koma fyrir íbúðum á lóðinni. Er meðal annars gert ráð fyrir möguleika á að koma fyrir starfsemi heilsugæslu á 2. hæð hússins og að hluta í viðbyggingu. Fanney Hauksdóttir hjá AVH kynnti tillögu að stækkun.
Meirihluti skipulagsráðs tekur jákvætt í erindið, hvort sem gert verði ráð fyrir að verslunar- og þjónustustarfsemi og/eða opinber þjónusta verði efld eða að gert verði ráð fyrir íbúðum á lóðinni. Forsenda frekari uppbyggingar er að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið og jafnframt þarf að skoða hvort breyta þurfi aðalskipulagi samhliða.


Sindri Kristjánsson situr hjá við atkvæðagreiðslu og óskar bókað eftirfarandi:

Fyrirliggjandi tillaga um uppbyggingu verslunarkjarnans í Sunnuhlíð 12 svo nýta megi húsnæðið undir starfsemi heilsugæslu er spennandi og vel unnin. Fagna ber áformum um uppbyggingu Sunnuhlíðar með það að markmiði að glæða þennan gamla hverfiskjarna lífi. Á móti kemur er að umhverfi og skipulag svæðisins er með þeim hætti að mati undirritaðs að slík grundvallarbreyting á starfsemi í húsinu rúmast illa með tilliti til umferðaröryggis og lífsgæða íbúa sem fyrir eru á svæðinu. Þá er ekki hægt að líta fram hjá staðarvalsgreiningu sem fram fór á fyrri stigum málsins, þ.e. uppbyggingu tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri. Í henni kom fram með skýrum hætti að lóðin við Skarðshlíð 20 er besti kostur í tengslum við uppbyggingu norðurstöðvar. Skýr vilji framkvæmdastjórnar HSN til að vinna verkefnið áfram með niðurstöðu staðarvalsgreiningar að leiðarljósi var ítrekaður við bæjaryfirvöld á Akureyri með bréfi dagsettu 18. mars á þessu ári.

3.Strandgata 9, 202 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021100345Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2021 þar sem Davíð Rúnar Gunnarsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun í húsi nr. 9 við Strandgötu, rými 202. Fyrihugað er að breyta skrifstofu í íbúð. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið. Málinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

4.Torfunef 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016010096Vakta málsnúmer

Lóðinni Torfunefi 1 var úthlutað til Ambassador ehf. (nú AC ehf.) á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016 með fyrirvara um byggingarhæfi. Lóðin hefur aldrei orðið byggingarhæf vegna fyrirhugaðra framkvæmda við bryggjukant og hefur AC ehf. ekki gert reka að því að fá hana byggingarhæfa.

Bæjarráð samþykkti á fundi 8. apríl 2021 að veita Hafnasamlagi Norðurlands eignarlóð sem til verður við stækkun Torfunefsbryggju. Samkvæmt tillögu að lóðarmörkum lóðarinnar er lóðin þar innan.
Þar sem lóðin Torfunef 1 fellur innan þess svæðis sem fyrirhugað er að veita Hafnasamlagi Norðurlands auk þess sem fyrirhugað er að fara í endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins samþykkir skipulagsráð að afturkalla lóðarúthlutun vegna Torfunefs 1 og endurgreiða áður greidd gatnagerðargjöld.

5.Hafnarstræti 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 2021100741Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2021 þar sem Kristín Vala Breiðfjörð leggur inn fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignagjalda fyrir hús nr. 3 við Hafnarstræti. Um er að ræða 120 ára gamalt hús sem verið er að gera upp.
Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.Hulduholt 21 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101708Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sautján gildar umsóknir bárust, þar af ein frá lögaðila.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi var lögaðili undanskilinn frá útdrætti umræddrar lóðar. Við útdrátt féll lóðin í hlut Arnar Dúa Kristjánssonar og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

7.Hulduholt 23 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101722Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimmtán gildar umsóknir bárust, þar af ein frá lögaðila.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi var lögaðili undanskilinn frá útdrætti umræddrar lóðar. Við útdrátt féll lóðin í hlut Guðbjargar Hörpu Þorvaldsdóttur og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

8.Hulduholt 25 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101723Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sjö gildar umsóknir bárust.
Við útdrátt kom lóðin í hlut Arnar Arnars Óskarssonar og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

9.Hulduholt 31 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101730Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sjö gildar umsóknir bárust.
Við útdrátt kom lóðin í hlut Aðalbjargar Þórólfsdóttur og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

10.Hulduholt 29 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101725Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimm gildar umsóknir bárust.
Við útdrátt kom lóðin í hlut Prebens Jóns Péturssonar og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Hulduholt 27 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101724Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fjórar gildar umsóknir bárust.
Við útdrátt kom lóðin í hlut Fríðu Rúnar Guðjónsdóttur og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Álfaholt 5-7 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101737Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Átta gildar umsóknir bárust, þar af fimm frá lögaðilum.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðir að lögaðilar voru undanskildir frá útdrætti umræddrar lóðar. Við útdrátt féll lóðin í hlut Davíðs Búa Halldórssonar og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi sjálfkrafa úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 14. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Hulduholt 14-16 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101719Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimm gildar umsóknir bárust, tvær frá einstaklingum og þrjár frá lögaðilum.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi voru lögaðilar undanskildir frá útdrætti. Við útdrátt féll lóðin í hlut Hjartar Bjarka Halldórssonar og um leið falla aðrar umsóknir viðkomandi aðila sjálfkrafa úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 14. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

14.Álfaholt 1-3 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101735Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimm gildar umsóknir bárust, þar af þrjár frá lögaðilum.
Báðir einstaklingar sem sóttu um þessa lóð höfðu áður fengið úthlutaðri lóð og þar sem ekki tókst að skera úr um forgang lögaðila í samræmi við ákvæði í reglum um úthlutun lóða var gripið til útdráttar milli þeirra.

Við útdrátt féll lóðin í hlut Sigurgeirs Svavarssonar ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 14. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Álfaholt 9-11 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101738Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sjö gildar umsóknir bárust, þar af fjórar frá lögaðilum.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Þar af leiðandi voru lögaðilar undanskildir frá útdrætti umræddrar lóðar. Tveir af þremur einstaklingum höfðu áður fengið úthlutaðri lóð og þar með féll lóðin í hlut Hjalta Sigurðssonar. Aðrar umsóknir viðkomandi aðila falla sjálfkrafa úr gildi í þessari lóðaúthlutun. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 14. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Hulduholt 5-11 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101713Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fjórar gildar umsóknir bárust.
Þar sem ekki var hægt að skera úr um forgang samkvæmt ákvæðum í reglum um úthlutun lóða var gripið til útdráttar milli umsækjenda.

Við útdrátt kom lóðin í hlut Vetrarfells ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Hulduholt 13-19 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101714Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimm gildar umsóknir bárust.
Þar sem ekki var hægt að skera úr um forgang samkvæmt reglum um úthlutun lóða var gripið til útdráttar milli umsækjenda.

Við útdrátt kom lóðin í hlut Kötlu ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

18.Þursaholt 5 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101732Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Fimm gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

19.Þursaholt 7 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101733Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sjö gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Þursaholt 9 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101734Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sjö gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Hulduholt 2 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101711Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Sex gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Byggingarfélagsins Hyrnu og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022.

Deiliskipulagskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

22.Hulduholt 4-12 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101712Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Ellefu gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Sigurgeirs Svavarssonar ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Hulduholt 20-24 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101720Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Þrjár gildar umsóknir bárust.
Þar sem ekki tókst að skera úr um forgang samkvæmt reglum um úthlutun lóða var gripið til útdráttar milli umsækjenda. Við útdrátt kom lóðin í hlut Byggingarfélagsins Stafnsins ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 2. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.


24.Dvergaholt 5-9 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101731Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Tvær gildar umsóknir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Trétaks ehf. og er gert ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 14. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

25.Álfaholt 4-6 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101736Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Þrjár gildar umsóknir bárust, þar af ein frá lögaðila.
Skipulagsráð samþykkir að falla frá úthlutun lóðarinnar að svo stöddu þar sem skoða þarf betur afmörkun lóðarmarka við Álfaholt 2.


26.Álfaholt 8-10 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101888Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Tvær gildar umsóknir bárust.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða getur hver einstaklingur aðeins fengið byggingarrétti á einni lóð úthlutað hverju sinni. Báðir umsækjendur hafa þegar fengið úthlutað lóð og þess vegna þarf að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar að nýju.


27.Álfaholt 12-14 - allar umsóknir

Málsnúmer 2021101740Vakta málsnúmer

Lóðin var auglýst laus til úthlutunar frá 15. september - 6. október 2021. Tvær gildar umsóknir bárust.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða getur hver einstaklingur aðeins fengið byggingarrétt á einni lóð úthlutað hverju sinni. Báðir umsækjendur hafa þegar fengið úthlutað lóð og þess vegna þarf að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar að nýju.


28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 834. fundar, dagsett 7. október 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 835. fundar, dagsett 14. október 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 836. fundar, dagsett 21. október 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:40.