Bifreiðastæðasjóður Akureyrar - samþykkt

Málsnúmer 2021080919

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3736. fundur - 26.08.2021

Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 9:01.
Lögð voru fram til kynningar drög að samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðna, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Lögð fram drög að samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarstjórn - 3502. fundur - 16.11.2021

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. nóvember 2021:

Lögð fram drög að samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Andri Teitsson kynnti drögin.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.