Starfsáætlanir ráða 2022

Málsnúmer 2021080829

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna.

Velferðarráð - 1342. fundur - 08.09.2021

Lögð fram starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2022.
Velferðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun.

Velferðarráð - 1349. fundur - 16.02.2022

Starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Rætt um starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022.

Þórhallur Jónsson kynnti áætlunina. Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.

Bæjarstjórn - 3508. fundur - 15.03.2022

Rætt um starfsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2022.

Heimir Haraldsson kynnti áætlunina. Í umræðum tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Heimir Haraldsson.

Velferðarráð - 1353. fundur - 22.06.2022

Starfsáætlun velferðarsviðs lögð fram til kynningar og umræðu.
Verkefni nr. 2 í starfsáætlun verlferðarráðs um byggingu þjónustukjarna í Nonnahaga.

Velferðarráð felur sviðsstjóra að greina þörf fyrir húsnæði í málaflokki fatlaðs fólks með það að markmiði að flýta uppbyggingu í Nonnahaga samhliða framkvæmdum í Hafnarstræti.

Verkefni nr. 15 í starfsáætlun verlferðarráðs um kannanir á þjónustu.

Velferðarráð óskar eftir því að framkvæmd verði könnun sem miðar að nýtingu og eftirspurn á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fötluð börn með það að markmiði að auka framboð í samræmi við eftirspurn.


Enn fremur óskar velferðarráð eftir því að í haust verði hafin vinna við kortlagningu á sárafátækt á Akureyri og í framhaldinu verði lögð fram áætlun um það hvernig megi styðja við fólk út úr þeim aðstæðum. Sviðsstjóra er falið koma því verkefni inn í starfsáætlun velferðarsviðs.