Ósk um vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi - íbúðir með stofnframlög

Málsnúmer 2021031991

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi Ómars Guðmundssonar dagsett 26. mars 2021, fyrir hönd Bæjartúns íbúðafélags hses., þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi fyrir stofnframlagaverkefni Bæjartúns.
Í reglum um lóðarveitingar getur skipulagsráð í sérstökum undantekningartilvikum veitt vilyrði fyrir úthlutun lóða án auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í að veitt verði vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi í samræmi við erindi en vísar ákvörðun málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 29 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Erindi Ómars Guðmundssonar dagsett 26. mars 2021, fyrir hönd Bæjartúns íbúðafélags hses., þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi fyrir stofnframlagaverkefni Bæjartúns.

Í reglum um lóðarveitingar getur skipulagsráð í sérstökum undantekningartilvikum veitt vilyrði fyrir úthlutun lóða án auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í að veitt verði vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi í samræmi við erindi en vísar ákvörðun málsins til bæjarstjórnar.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að veita vilyrði fyrir lóð til Bæjartúns íbúðafélags hses. með fyrirvara um að hentug lóð verði tæk til úthlutunar á næstu mánuðum.

Andri Teitsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðsluna og leggja fram eftirfarandi bókun:

Við teljum æskilegt að allir sitji við sama borð þegar kemur að úthlutun lóða, ekki síst þegar staðan er eins og um þessar mundir á Akureyri að mikil eftirspurn er eftir byggingarlóðum. Við getum því ekki stutt það að einum aðila verði veitt vilyrði um lóð núna, en teljum eðlilegt að hann sæki um lóð þegar kemur að úthlutun og lúti þá reglum sveitarfélagsins líkt og aðrir.