Liður 29 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:
Erindi Ómars Guðmundssonar dagsett 26. mars 2021, fyrir hönd Bæjartúns íbúðafélags hses., þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi fyrir stofnframlagaverkefni Bæjartúns.
Í reglum um lóðarveitingar getur skipulagsráð í sérstökum undantekningartilvikum veitt vilyrði fyrir úthlutun lóða án auglýsingar að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Skipulagsráð tekur jákvætt í að veitt verði vilyrði fyrir lóð í Holtahverfi í samræmi við erindi en vísar ákvörðun málsins til bæjarstjórnar.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir.