Verðbreytingar á farm- og fargjöldum Grímseyjarferjunnar Sæfara

Málsnúmer 2021020694

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3717. fundur - 18.02.2021

Erindi dagsett 3. febrúar 2021 þar sem Hulda Rós Bjarnadóttir f.h. Vegagerðarinnar tilkynnir um fyrirhugaða breytingu á gjaldskrá Grímseyjarferjunnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar mótmælir harðlega hækkun á farm- og fargjöldum Grímseyjarferjunnar Sæfara og telur mikilvægt að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Til þjóðferjuleiða teljast leiðir þar sem ferja kemur í stað vegasambands um stofnveg og tengir byggðir landsins sem umluktar eru sjó við grunnkerfi samgangna á meginlandinu.