Hlíðarfjall - útboð á veitingarekstri

Málsnúmer 2020120222

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 9. fundur - 10.12.2020

Farið yfir innkomin tilboð í veitingarekstur í Hlíðarfjalli veturinn 2020 - 2021. Tvö tilboð bárust.

Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu málsins og tók Guðmundur Baldvin Guðmundsson varamaður sæti hennar.
Annað tilboðið uppfyllti ekki formkröfur útboðs þar sem ekki fylgdi með rekstraráætlun.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við AnnAssist ehf. um veitingarekstur í Hlíðarfjalli.

Stjórn Hlíðarfjalls - 17. fundur - 22.09.2021

Til umræðu útboð á veitingarekstri í Hlíðarfjalli veturinn 2021 - 2022.

Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnum að uppfæra útboðsgögn út frá umræðum á fundinum og setja útboð í ferli.

Bæjarráð - 3744. fundur - 21.10.2021

Lögð voru fram drög að útboðslýsingu vegna útboðs á veitingarekstri í Hlíðarfjalli veturinn 2021-2022.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra samfélagssviðs að yfirfara útboðslýsingu með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarráð í næstu viku.

Stjórn Hlíðarfjalls - 18. fundur - 01.11.2021

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram til samþykktar útboðsgögn vegna veitingareksturs.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin.

Stjórn Hlíðarfjalls - 19. fundur - 02.12.2021

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram drög að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við óstofnað hlutafélag Sölva Antonssonar um veitingarekstur í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.