Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2020090427

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 8. fundur - 03.11.2020

Fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til kynningar.
Í tengslum við fjárhagsáætlunargerð felur stjórn Hlíðarfjalls starfsmönnum að;

- Leggja fram forgangslista varðandi endurnýjun á búnaði til næstu ára.

- Leggja fram tillögur að opnunartíma fyrir komandi vetur og mönnun því samhliða.

- Ræða við veitingaaðila varðandi "popup" helgar á komandi vetri.

- Útfæra fyrirkomulag á skíðakennslu.

Stjórn Hlíðarfjalls - 9. fundur - 10.12.2020

Fjárhagsáætlun Hlíðarfjalls fyrir árið 2021 lögð fram til umræðu.
Ljóst er að óvissa í fjárhagsáætlun er töluverð í ljósi Covid-ástandsins og felur stjórnin forstöðumanni að huga vel að útgjöldum og áætlun verði endurskoðuð strax í febrúar 2021.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að eldri borgarar fái forsölukjör á vetrarkortum alla skíðavertíðina.

Stjórn Hlíðarfjalls - 10. fundur - 21.01.2021

Farið yfir forgangslista forstöðumanns varðandi endurnýjun á búnaði og mönnunaráætlun.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að þriggja tíma kort verði seld á verði tveggja tíma korta fram til 17. febrúar nk. þegar ný reglugerð v/COVID-19 tekur gildi.

Stjórnin óskar eftir að fjárhagsáætlun 2021 verði uppfærð þar sem forsendur hennar hafa breyst mjög mikið.

Stjórn Hlíðarfjalls - 11. fundur - 17.02.2021

Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram.
Afgreiðslu frestað.

Stjórn Hlíðarfjalls - 12. fundur - 09.03.2021

Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram.
Stjórn Hlíðarfjalls óskar eftir því að fá uppfærða áætlun lagða fram um mánaðamótin apríl/maí nk.

Stjórn Hlíðarfjalls - 14. fundur - 17.05.2021

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrstu fjóra mánuði ársins.

Stjórn Hlíðarfjalls - 15. fundur - 29.06.2021

Lagt fram til kynningar 5 mánaða rekstraryfirlit 2021.

Stjórn Hlíðarfjalls - 16. fundur - 01.09.2021

Lagt fram til kynningar 6 mánaða rekstraryfirlit og jafnframt erindi frá forstöðumanni um kaup á búnaði.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls felur starfsmönnum að forgangsraða endunýjun á búnaði og leggja fram áætlun um fjármögnun á næsta fundi.

Stjórn Hlíðarfjalls - 17. fundur - 22.09.2021

Á fundi stjórnar þann 1. september sl. var starfsmönnum falið að forgangsraða endurnýjun á búnaði og leggja fram áætlun um fjármögnun.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 7.000.000 sem yrði tekinn af rekstri ársins 2021 og færður yfir á eignfærða fjárfestingu.

Bæjarráð - 3743. fundur - 14.10.2021

Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 22. september 2021:

Á fundi stjórnar þann 1. september sl. var starfsmönnum falið að forgangsraða endurnýjun á búnaði og leggja fram áætlun um fjármögnun.

Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 7.000.000 sem yrði tekinn af rekstri ársins 2021 og færður yfir á eignfærða fjárfestingu.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Hlíðarfjalls með fjórum samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.