Knattspyrnufélag Akureyrar - aðgangur keppenda á N1 að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2020060386

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 78. fundur - 24.06.2020

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA þar sem óskað er eftir því að félagið þurfi ekki að greiða aðgangseyri fyrir þá þátttakendur N1 mótsins sem fara í Sundlaug Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs. Jafnframt er starfsmönnum falið að hefja vinnu við gerð verklagsreglna vegna aðkomu bæjarins að íþróttamótum.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 24. júní 2020:

Erindi dagsett 9. júní 2020 frá Sævari Péturssyni framkvæmdastjóra KA þar sem óskað er eftir því að félagið þurfi ekki að greiða aðgangseyri fyrir þá þátttakendur N1 mótsins sem fara í Sundlaug Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs. Jafnframt er starfsmönnum falið að hefja vinnu við gerð verklagsreglna vegna aðkomu bæjarins að íþróttamótum.
Bæjarráð samþykkir beiðni KA með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.