Menningarsjóður 2020

Málsnúmer 2020030481

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 296. fundur - 26.03.2020

Karl Liljendal Hólmgeirsson vék af fundi kl. 14:00
Í ár bárust 42 umsóknir um verkefnastyrki í Menningarsjóð Akureyrar; 7 umsóknir bárust um samstarfssamninga og 10 um sumarstyrki ungra listamanna.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu sem fram fór á netinu á sumardaginn fyrsta voru opinberaðar eftirfarandi viðurkenningar stjórnar Akureyrarstofu.


Heiðursviðurkenningar menningarsjóðs:

Gestur Einar Jónasson leikari, fjölmiðla- og safnamaður.


Viðurkenning Húsverndarsjóðs:

Snorri Guðvarðsson málarameistari fyrir ævistarf.


Byggingarlistaverðlaun Akureyrar árið 2020:

Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt FAÍ, hjá arkitektastofunni AVH ehf. og Bergfesta byggingarfélag fyrir útfærslu fjölbýlishúsaíbúa við Halldóruhaga 8-14.


Starfslaun listamanna 2020:

Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Stjórn Akureyrarstofu óskar viðurkenningarhöfum og bæjarlistamanni innilega til hamingju.

Stjórn Akureyrarstofu - 303. fundur - 03.09.2020

Þegar markaðs- og vöruþróunarátak fyrir sumarið 2020 var í undirbúningi var lagt upp með að aukaúthlutun úr Menningarsjóði færi fram nú í haust. Rætt um fyrirkomulag og áherslur hennar. Áætlað er að 5 m.kr. fari til úthlutunarinnar.
Stjórnin felur forstöðumanni Akureyrarstofu að útfæra ramma og viðmið fyrir úthlutunina. Stjórnin leggur áherslu á verkefni sem eru atvinnuskapandi sem og viðburði sem svala þorsta bæjarbúa og gesta eftir því að njóta menningar. Horft verður sérstaklega til lausna í viðburðahaldi sem taka mið af síbreytilegu umhverfi sóttvarna á tímum COVID-19.

Stjórn Akureyrarstofu - 308. fundur - 05.11.2020

Farið yfir umsóknir í Menningarsjóð vegna aukaúthlutunar úr sjóðnum.

Alls bárust 29 umsóknir þar sem kostnaður verkefna var að upphæð kr. 18.707.656. Til ráðstöfunar eru kr. 5.000.000.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn undir þessum lið.