Ungt fólk og Eyþing 2019

Málsnúmer 2020030169

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 1. fundur - 03.12.2019

Alfa Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags, kynnti verkefnið Ungt fólk og Eyþing fyrir ungmennaráði. Það fékkst styrkur úr sóknaráætlun Eyþings fyrir verkefninu sem snýr að því að tengja ungmenni þeirra sveitarfélaga sem tilheyra Eyþingi. Fyrsti viðburður fer fram á Húsavík og mun einblína á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Styrkur var veittur úr sóknaráætlun Eyþings fyrir verkefninu Ungt fólk og Eyþing sem ætlað er að skapa sameiginlegan grundvöll og tengslanet ungmenna á Eyþing svæðinu. Ungmennaráð fagnar þessu. Ungmennráð valdi þrjá fulltrúa frá Akureyri og urðu Páll, Isabella og Þura fyrir valinu og munu fara fyrir hönd ungmennaráðs til Húsavíkur.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Viðburður tekin til umræðu.
Máli frestað.

Ungmennaráð - 16. fundur - 08.04.2021

Ungmennaráð tilnefnir tvö ungmenni í stýrihóp fyrir viðburðinn Ungt fólk og Eyþing.

Ungmennaráð - 17. fundur - 06.05.2021

Viðburður tekinn til umræðu.
Ungmennaráð samþykkir að leggja til við stýrihóp að viðburðurinn verði haldinn í október 2021.

Ungmennaráð - 22. fundur - 11.11.2021

Landsmót SSNE fer fram 25.- 26. nóvember í Mývatnssveit. 5 ungmenni úr ungmennaráði ætla að taka þátt á Landsmótinu.