Ungmennaráð

1. fundur 03. desember 2019 kl. 17:00 - 20:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ari Orrason
  • Brynjólfur Skúlason
  • Embla Blöndal Ásgeirsdóttir
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Hildur Lilja Jónsdóttir
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Páll Rúnar Bjarnason
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri
  • Arnar Már Bjarnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Nú nýlega lauk kosningu í ungmennaráð Akureyrar og voru fjórir nýir félagar teknir inn; þær Helga Sóley, Isabella Sól, Rakel Alda og Telma Ósk. Við hlökkum til að starfa með fullskipuðu ungmennaráði á komandi tímum. Þar sem Hulda Margrét hættir sem fulltrúi í ungmennaráði um áramótin sat hún þennan síðasta fund svo mættir voru tólf fulltrúar.

1.Ungt fólk og Eyþing 2019

Málsnúmer 2020030169Vakta málsnúmer

Alfa Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags, kynnti verkefnið Ungt fólk og Eyþing fyrir ungmennaráði. Það fékkst styrkur úr sóknaráætlun Eyþings fyrir verkefninu sem snýr að því að tengja ungmenni þeirra sveitarfélaga sem tilheyra Eyþingi. Fyrsti viðburður fer fram á Húsavík og mun einblína á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Styrkur var veittur úr sóknaráætlun Eyþings fyrir verkefninu Ungt fólk og Eyþing sem ætlað er að skapa sameiginlegan grundvöll og tengslanet ungmenna á Eyþing svæðinu. Ungmennaráð fagnar þessu. Ungmennráð valdi þrjá fulltrúa frá Akureyri og urðu Páll, Isabella og Þura fyrir valinu og munu fara fyrir hönd ungmennaráðs til Húsavíkur.

2.Barnaskýrsla UNICEF

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Ungmennaráð mun skila skýrslu til UNICEF um þátttöku þeirra í verkefnum sem snúa að stefnumótun og stjórnsýslu bæjarins í tengslum við innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í verkefni Barnvæns sveitarfélags. Vinnan við þá skýrslu skal lokið í enda janúar.
Ungmennaráð ræddi þá þætti sem nauðsynlegt er að komi fram í lokaskýrslu UNICEF og mun skila þeirri skýrslu af sér í janúar.

3.Sundlaug Akureyrar - leiktæki á gervigras

Málsnúmer 2020030172Vakta málsnúmer

Sundlaug Akureyrar óskaði eftir umsögn ungmennaráðs um uppblásin leiktæki á gervigrassvæðið við sundlaugina.
Ungmennaráð fór yfir erindið og skoðaði þau leiktæki sem komu til greina. Ungmennaráð mun skoða þetta frekar og mun vera í sambandi við deildarstjóra íþróttamála.

Fundi slitið - kl. 20:00.