Launastefna

Málsnúmer 2020020479

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 6. fundur - 12.07.2021

Lögð fram til umræðu drög að launastefnu Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd telur rétt að jafnlaunastefna verði hluti mannauðsstefnu og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 12. júlí 2021:

Lögð fram til umræðu drög að launastefnu Akureyrarbæjar.

Kjarasamninganefnd telur rétt að jafnlaunastefna verði hluti mannauðsstefnu og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3758. fundur - 10.02.2022

Rætt um launa- og kjaramál hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að taka upp reglur um tímabundin viðbótarlaun og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra mannauðssviðs að móta verklagsreglur um TV-einingar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3759. fundur - 17.02.2022

Umfjöllun um tillögu að launastefnu Akureyrarbæjar. Áður á dagskrá bæjarráðs 10. febrúar sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Umfjöllun um tillögu að jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. febrúar sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Umfjöllun um tillögu að jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. febrúar sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnu Akureyrbæjar og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3778. fundur - 25.08.2022

Kynnt tillaga að endurskoðaðri jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að endurskoðaðri jafnlaunastefnu.