Barbara Hjartardóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir fulltrúar notenda á Punktinum mættu á fundinn til að koma á framfæri sjónarmiðum notenda vegna breytinga á starfsemi Punktsins.
Frístundaráð þakkar Barböru og Guðrúnu Margréti fyrir komuna á fundinn.
Fjöldi eldri borgara og annarra hópa hefur notið góðrar aðstöðu og þjónustu á Punktinum á undanförnum árum.
Eldri borgurum fjölgar hratt og því mun frekar þurfa að bæta við rými til félagsstarfs, en að þrengja að því. Öldungaráð telur mikilvægt að taka tillit til þessara atriða þegar fjallað er um framtíð Punktsins.