Punkturinn - færsla á starfsemi upp í Víðilund

Málsnúmer 2020010598

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 5. fundur - 03.02.2020

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs kynnti þá ákvörðun bæjarstjórnar að starfsemi Punktsins verði að hluta til færð upp í Víðilund.

Frístundaráð - 71. fundur - 05.02.2020

Barbara Hjartardóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir fulltrúar notenda á Punktinum mættu á fundinn til að koma á framfæri sjónarmiðum notenda vegna breytinga á starfsemi Punktsins.
Frístundaráð þakkar Barböru og Guðrúnu Margréti fyrir komuna á fundinn.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Mál sett á dagskrá að beiðni fulltrúa EBAK.
Fjöldi eldri borgara og annarra hópa hefur notið góðrar aðstöðu og þjónustu á Punktinum á undanförnum árum.

Eldri borgurum fjölgar hratt og því mun frekar þurfa að bæta við rými til félagsstarfs, en að þrengja að því. Öldungaráð telur mikilvægt að taka tillit til þessara atriða þegar fjallað er um framtíð Punktsins.

Frístundaráð - 90. fundur - 10.02.2021

Lagt fram minnisblað frá Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni tómstundamála og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs.

Bjarki Ármann Oddsson sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála fór yfir stöðuna á færslu Punktsins upp í Víðilund.