Hvannavellir 10 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2019120294

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á Hvannavöllum 10 sem felur í sér að afmarkaðar eru 4-5 íbúðir í austurhluta hússins. Verða íbúðirnar nýttar sem áfangaheimili. Tvö athugasemdabréf bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera drög að viðbrögðum við athugasemdum.

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Lagður fram tölvupóstur Ágústar Hafsteinssonar dagsettur 6. febrúar 2020, f.h. Hjálpræðishersins, þar sem dregin er til baka umsókn um að koma upp litlu áfangaheimili að Hvannavöllum 10 í ljósi innkominna athugasemda og umfangs framkvæmda umsækjenda í Reykjavík.
Skipulagsráð hefur móttekið erindið. Málinu er því lokið.