Skáldahúsin - þjónustusamningur

Málsnúmer 2019100365

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Erindi dagsett 17. október 2019 frá Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra Minjasafnsins þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarstofu um endurnýjun samningsins sem rennur út um komandi áramót.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að taka upp viðræður við safnstjóra Minjasafnsins um endurnýjun á þjónustusamningi.

Stjórn Akureyrarstofu - 290. fundur - 05.12.2019

Þjónustusamningur við Minjasafnið vegna Skáldahúsanna lagður fram til samþykktar. Lagt er til að gerður verði samningur til eins árs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.