Fimleikafélag Akureyrar - óskir til þess að auðvelda starf og rekstur félagsins

Málsnúmer 2019100355

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK.

Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK mætti á fundinn undir þessum lið.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK. Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 23. október sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að koma með tillögu að fyrirkomulagi er varðar bókanir, útleigu og þrif á fimleikasalnum en getur ekki komið til móts við aðrar óskir félagsins er varðar umsjón með salnum, fundaraðstöðu og endurgreiðslu á frístundastyrk.

Frístundaráð - 69. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 23. október og 6. nóvember og var deildarstjóra íþróttamála falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi er varðar bókanir, útleigu og þrif á fimleikasalnum.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir tillögur deildarstjóra íþróttamála og felur honum að gera samkomulag við FIMAK um þessi atriði til reynslu í eitt ár.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Erindi frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA fyrir hönd Fimleikafélags Akureyrar varðandi uppgjör á skuldum félagsins við Akureyrarbæ.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Geir Kristinn Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og formaður FIMAK Aðalsteinn Helgason sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við stjórn Fimleikafélags Akureyrar. Ráðið hvetur jafnframt Fimleikafélag Akureyrar til að kanna frekar kosti þess að sameinast fjölgreinafélagi til að efla starfsemi félagsins.