Umferðarskipulag - tillögur að breytingum

Málsnúmer 2019100100

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Til umræðu er umferðarskipulag Akureyrarbæjar að beiðni Ólafs Kjartanssonar V-lista og Ólafar I. Andrésdóttur L-lista. Fyrir liggur erindi Ólafs dagsett 2. október 2019.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillögurnar.

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Á fundi skipulagsráðs þann 9. október 2019 var tekið til umræðu umferðarskipulag Akureyrarbæjar að beiðni Ólafs Kjartanssonar. Bókaði ráðið að óskað yrði eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um þrjár tillögur sem Ólafur sendi inn. Málið var tekið fyrir á samráðsfundi 15. október 2019 og er niðurstaða þess fundar meðfylgjandi. Með tölvupósti frá Ólafi dagsettum 26. febrúar 2020 er settur fram frekari rökstuðningur fyrir tillögunum þremur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillögurnar. Að auki er bent á að hafin er vinna við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar þar sem m.a. verður tekið á breytingu á hámarkshraða á svæðinu.