Lántaka Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019060413

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3644. fundur - 27.06.2019

Rætt um lántöku Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3645. fundur - 04.07.2019

Rætt um lántöku Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra fjársýslusviðs, með vísan til fjárhagsáætlunar ársins, að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að 1,5 milljarð króna.