Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra 2019

Málsnúmer 2019060146

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3642. fundur - 13.06.2019

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Helga María Pétursdóttir framkvæmdastjóri Eyþings greinir frá áformum stjórnar Eyþings um að halda viðburð ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.

Þura Björgvinsdóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir fulltrúar ungmennaráðs ásamt Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur starfsmanni ráðsins sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í frístundaráði og ungmennaráði.

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindi dagsett 23. maí 2019 þar sem Helga María Pétursdóttir framkvæmdastjóri Eyþings greinir frá áformum stjórnar Eyþings um að halda viðburð ungmenna á Norðurlandi eystra árið 2019. Óskað er eftir samstarfi um verkefnið við sveitarfélögin á svæðinu sem og að tengjast félagsmiðstöðvum og ungmennaráðum sveitarfélaganna með það að markmiði að stofna stýrihóp og samráðsvettvang ungmenna um fyrirhugað málþing.Þura Björgvinsdóttir og Gunnborg Petra Jóhannsdóttir fulltrúar ungmennaráðs ásamt Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur starfsmanni ráðsins sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í frístundaráði og ungmennaráði.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhuga á því að taka þátt í verkefninu og felur deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar að fylgja því eftir að tilnefndir verði aðilar úr ungmennaráði og hópi starfsmanna í stýrihóp.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnsvæns sveitarfélags gerði grein fyrir málþingi ungmenna á Norðurlandi eystra sem fyrirhugað er að halda á næstunni.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.