Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að starfsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.
Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:
Í samræmi við beiðnir óshólmanefndar feli bæjarstjórn sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa skipulagsvinnu fyrir deiliskipulag sem gilda á fyrir friðlandið í óshólmum Eyjafjarðarár í samvinnu við skipulagsyfirvöld Eyjafjarðarsveitar.