Ráðning skólastjóra Iðavallar

Málsnúmer 2019040196

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir ráðningu skólastjóra Iðavallar.

Anna Lilja Sævarsdóttir var ráðin í starfið. Hún hefur 17 ára starfsreynslu sem leikskólakennari þar af 14 ára farsæla reynslu í stjórnun á leikskólum. Meistaraprófsverkefnið hennar fjallaði um fjölmenningu í leikskólum. Auk þess hefur hún IPMA-vottun sem verkefnastjóri. Anna hefur verið í fararbroddi með starfsþróun af ýmsu tagi og hefur stýrt verkefnum bæði innan lands sem utan.

Lagt fram til kynningar.