Ráðning skólastjóra Giljaskóla

Málsnúmer 2019040087

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir ráðningu skólastjóra Giljaskóla.

Kristín Jóhannesdóttir var ráðin í starfið. Kristín hefur MPA-próf í opinberri stjórnsýslu, auk þess að vera með viðbótarmenntun í skólaþróun og stjórnun. Hún hefur sjö ára reynslu sem skólastjóri og var þar áður deildarstjóri í tvö ár. Kristín hefur sýnt í verki að vera öflugur faglegur leiðtogi og hefur haft frumkvæði að fjölmörgum þróunarverkefnum í skólastarfi bæði innlendum og fjölþjóðlegum.

Lagt fram til kynningar.