Áheyrnarfulltrúar ungmennaráðs í helstu ráð og nefndir

Málsnúmer 2019030404

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Liður 2 í fundargerð ungmennaráðs / bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019:

Embla Blöndal kynnti málið f.h. ungmennaráðs.

Nýir tímar kalla á breytingar. Raddir unga fólksins, fólksins sem kemur til með að taka við því samfélagi sem við búum í geta skipt og eiga að skipta máli. Þessar breytingar þurfa að snúast um það að virkja ungmenni í samfélaginu og kalla eftir skoðunum þeirra og áliti á hinum ýmsu málum. Ungt fólk hefur ýmislegt fram að færa og hefur skoðanir á ýmsum málum sem varða samfélagið allt og ekki síst málefni ungmenna. Ungmennaráð hefur nú áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði og frístundaráði en það er ekki nægilegt.

Tillaga:

Ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í helstu ráð og nefndir.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur ungmennaráði að móta tillögur um hvernig staðið verður að vali á áheyrnarfulltrúum með lýðræðislegum hætti.

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Helga Sóley Tulinius kynnti.

Ungmennaráð leggur til að ráðið fái fleiri áheyrnarfulltrúa í ráð bæjarins og bendir á að samkvæmt 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að tjá sig um málefni í málum er þau varða. Þá bendir ungmennaráð á að þau mál sem til að mynda skipulagsráð og umhverfis- og mannvirkjaráð taka fyrir snúa að málum sem snerta ungmenni beint að því leytinu til að verið er að skipuleggja til framtíðar, fyrir ungmennin sjálf.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hann bendir á að ungmennaráð fær nú greitt fyrir fundi, alls 12 á ári og með því geti ráðið tekið fyrir öll þau mál sem séu til umfjöllunar í öðrum ráðum. Hann leggur til að málið verði skoðað þegar reynsla er komin á störf ungmennaráðs. Hann bendir á að Akureyrarbær hafi gengið lengst allra sveitarfélaga á landinu varðandi ungmennaráð. Hann bendir á að skoða þurfi hvernig fjámunum er varið.


Helga Sóley benti á að ef áheyrnarfulltrúar séu í ráðunum þá verði ungmennaráðið betur upplýst og geti þá komið betur að ákvörðunartöku en hafi ekki bara áhrif á lokaniðurstöðu í málum.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók aftur til máls og sagði að málið verði skoðað aftur í haust þannig að ungmenni geti sem best tekið þátt í umræðum og að skoða þurfi málið í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Skipan aðal- og vara áheyrnafulltrúa í fræðsluráð.
Ungmennaráð samþykkir samhljóða að Rakel Alda Steinsdóttir taki sæti aðalmanns og Klaudia Jablonska sæti varamanns.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Áheyrnafulltrúar í stjórn Akureyrarstofu og í umhverfis- og mannvirkjaráð.
Ungmennaráð samþykkir samhljóða að senda inn erindi til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3717. fundur - 18.02.2021

Á fundi ungmennaráðs þann 11. febrúar 2021 var samþykkt að óska formlega eftir því við bæjarráð að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í stjórn Akureyrarstofu og í umhverfis- og mannvirkjaráði.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í stjórn Akureyrarstofu og í umhverfis- og mannvirkjaráði frá ársbyrjun 2022 og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.