Strætó - jöfnunarstoppistöð

Málsnúmer 2019020236

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 50. fundur - 15.02.2019

Rædd framtíðarsýn almenningssamgangna á Akureyri.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að stofna verkefnahóp um framtíðarstaðsetningu miðbæjarstoppistöðvar SVA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Lagt fyrir erindisbréf vegna verkefnahóps um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar SVA.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð skipar Unnar Jónsson S-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista í verkefnahópinn.

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Lagt fyrir erindisbréf vegna verkefnahóps um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar SVA þar sem óskað er eftir tilnefningu skipulagsráðs í verkefnahópinn.
Skipulagsráð skipar Þórhall Jónsson D-lista og Helga Snæbjarnarson L-lista í verkefnahópinn.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lögð fram til kynningar greinargerð vinnuhóps um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar SVA.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að tryggja að greinargerðin verði tekin til umfjöllunar í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar sem ráðgert er að fara í á næstu mánuðum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista og Orri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Við óskum eftir að tekin verði ákvörðun sem fyrst um framtíðarstaðsetningu miðbæjarbiðstöðvar svo hægt sé að úthluta lóðinni Hofsbót 2 og hefja uppbyggingu í miðbæ Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 63. fundur - 13.09.2019

Lögð fram greinargerð verkefnahóps um staðsetningu á miðbæjarbiðstöð Strætisvagna Akureyrar dagsett 5. september 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar greinargerðinni til umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3654. fundur - 26.09.2019

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 13. september 2019:

Lögð fram greinargerð verkefnahóps um staðsetningu á miðbæjarbiðstöð Strætisvagna Akureyrar dagsett 5. september 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar greinargerðinni til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð leggur áherslu á að fundin verði bráðabirgðalausn sem fyrst á nýjum stað.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl. 11:20.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Rædd næstu skref í málefnum bráðabirgða jöfnunarstoppistöðvar fyrir strætó.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum sviðsins að bæta aðstöðu til bráðabirgða fyrir farþega Strætó við miðbæjarstoppistöð.