Samningur ríkissjóðs og Akureyrarbæjar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga

Málsnúmer 2018120187

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Lögð fram drög að samningi milli fjármála- og efnahagsráðuneytis f.h. ríkissjóðs og Akureyrarbæjar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá samkomulaginu.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur milli fjármála- og efnahagsráðuneytis f.h. ríkissjóðs og Akureyrarbæjar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga dagsettur 20. desember 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.