Rangárvellir 3 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018100221

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Erindi dagsett 25. september 2018 þar sem Andri Páll Hilmarsson fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, leggur inn fyrirspurn um mögulega stækkun á aðveitustöð Rarik á Rangárvöllum. Meðfylgjandi er teikning.
Í gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir stækkun hússins og er breyting á deiliskipulagi því forsenda stækkunar. Verið er að vinna í breytingu á deiliskipulagi svæðisins og er erindinu vísað í þá vinnu.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Erindi dagsett 3. október 2019 frá Andra Páli Hilmarssyni fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, varðandi stækkun aðveitustöðvar á lóð 3 við Rángárvelli. Gert er ráð fyrir afmörkun byggingarreitar í breytingartillögu sem nú er í gangi (sjá mál nr. 7) en nú er verið að óska eftir að byggingarreiturinn stækki meira til norðurs auk þess að heimilt verði að byggja spennabása (7,5 x 20 m og 5 m háa) vestan til á lóðinni. Er óskað eftir að umsóknin verði afgreidd sem sér mál en ekki í samhengi við breytingar á öðrum lóðum.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Felur það í sér að gert verður ráð fyrir að skipulagssvæði áður auglýstrar deiliskipulagsbreytingar (sjá mál nr. 7) verði minnkað þannig að sú breyting nái ekki til lóðar 3.

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla sem nær til lóðar nr. 3, til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 9. október 2019. Er í breytingunni afmarkaður byggingarreitur sem er 9 x 16 m að stærð en nýtingarhlutfall lóðar verður óbreytt, það er 0.3, sem felur í sér hámarksbyggingarmagn upp á 240 m². Þá er gert ráð fyrir að vestan til í lóðinni verði heimilt að steypa bása fyrir spenna.
Að mati ráðsins er breytingin óveruleg og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.