Klettaborg - breyting á deiluskipulagi - stjórnsýslukæra 120/2018

Málsnúmer 2018100043

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Lögð fram kæra Ásgeirs Arnars Blöndal, Pacta lögmönnum dagsett 1. október 2018 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, fyrir hönd Páls I. Sigurjónssonar, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 4. september 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa svar við efnisatriðum kærunnar í samráði við bæjarlögmann sem lagt skal fram á næsta fundi ráðsins.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram til kynningar greinargerð Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns, dagsetta 22. október 2018, f.h. Akureyrakaupstaðar, með svörum við efnisatriðum kæru Ásgeirs Arnars Blöndal, Pacta lögmönnum dagsett 1. október 2018 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, fyrir hönd Páls I. Sigurjónssonar, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 4. september 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi Klettaborgar. Hafnað var kröfu um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um að samþykkja breytinguna.