Lækjargata 13 - lóð boðin til kaups

Málsnúmer 2018060307

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Erindi dagsett 14. júní 2018 frá Matthildi Ágústsdóttur þar sem hún lýsir yfir áhuga á að leggja lóðina Lækjargötu 13 inn til Akureyrarbæjar ef semst um lóðarverð.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulagsráðs. Jafnframt verði kannað hver staðan er á vinnu vegna stefnu um uppkaup eigna sem á að færa eða rífa.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Á fundi bæjarráðs þann 21. júní sl. var tekið fyrir erindi dagsett 14. júní 2018 frá Matthildi Ágústsdóttur þar sem hún lýsir yfir áhuga á að leggja lóðina Lækjargötu 13 inn til Akureyrarbæjar ef semst um lóðarverð. Var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulagsráðs. Jafnframt að kanna hver staðan sé við vinnu vegna stefnu um uppkaup eigna sem á að færa eða rífa.
Skipulagsráð mælir með að lóðin Lækjargata 13 verði keypt ef semst um lóðarverð.

Vinna vegna stefnumótunar um uppkaup eigna sem þyrfti að færa eða rífa hefur ekki farið af stað enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði sett af stað á næstu mánuðum.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Á fundi bæjarráðs þann 21. júní sl. var tekið fyrir erindi dagsett 14. júní 2018 frá Matthildi Ágústsdóttur þar sem hún lýsir yfir áhuga á að leggja lóðina Lækjargötu 13 inn til Akureyrarbæjar ef semst um lóðarverð. Var samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulagsráðs. Jafnframt að kanna hver staðan sé við vinnu vegna stefnu um uppkaup eigna sem á að færa eða rífa.

Skipulagsráð mælir með að lóðin Lækjargata 13 verði keypt ef semst um lóðarverð.

Vinna vegna stefnumótunar um uppkaup eigna sem þyrfti að færa eða rífa hefur ekki farið af stað enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði sett af stað á næstu mánuðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara. Jafnframt er skipulagsráði falið að setja af stað vinnuhóp vegna verklagsreglna um uppkaup á eignum sem þarf að færa eða rífa.

Bæjarráð - 3641. fundur - 06.06.2019

Lagt fram til kynningar afsal vegna innlausnar lóðarinnar Lækjargötu 13.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.