Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra

Málsnúmer 2018040176

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 9. fundur - 16.04.2018

Rekstrarstjóri gerði grein fyrir breytingum á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslum til foreldra.
Málinu er frestað til næsta fundar fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Breytingar á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra.

Málinu var frestað á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.
Fræðsluráð samþykkir að kjarasamningsbundnar hækkanir frá 1. janúar 2018 og frá 1. júní 2018 á verðskrá dagforeldra verði bornar af sveitarfélaginu. Ekki er ástæða til að óska eftir viðauka að svo stöddu.

Fræðsluráð - 26. fundur - 17.02.2020

Kynntar breytingar á gjaldskrá dagforeldra 1. janúar 2020, 1. febrúar 2020 og 1. apríl 2020.

Við ákvörðun gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var gengið út frá 2,5% hækkun frá 1. janúar 2020 samkvæmt Lífskjarasamningi. Í ljósi þess að illframkvæmanlegt er að hækka hlut foreldra afturvirkt, tekur Akureyrarbær á sig alla hækkun frá 1. janúar til 31. mars, en gjaldskrá foreldra hækkar frá 1. apríl 2020 um 2,5%. Kostnaður foreldra við gjaldskrárhækkun miðað við hærra gjaldið fer því úr 28.256 kr. í 28.960 kr. miðað við 8 klst. dvalartíma án matarkostnaðar og lægra gjaldið fer úr 17.688 kr. í 18.128 kr. miðað við sama dvalartíma. Það skal tekið fram að leikskólagjaldið fyrir 8 klst. dvalartíma er nokkru hærra eða 29.872 kr. og 19.912 kr.

Áætlaður kostnaðarauki á árinu 2020 fyrir Akureyrarbæ vegna þessara hækkana er á bilinu 13-15 m.kr. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 er ekki áætlað fyrir breytingum vegna væntanlegra kjarasamninga.

Meirihluti fræðsluráðs samþykkir gjaldskrárhækkun á hlut foreldra um 2,5% frá 1. apríl 2020 og vísar til bæjarráðs.

Ekki er óskað eftir viðauka að svo stöddu.

Gjaldskráin var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Liður 2 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 17. febrúar 2020:

Kynntar breytingar á gjaldskrá dagforeldra 1. janúar 2020, 1. febrúar 2020 og 1. apríl 2020.

Við ákvörðun gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var gengið út frá 2,5% hækkun frá 1. janúar 2020 samkvæmt Lífskjarasamningi. Í ljósi þess að illframkvæmanlegt er að hækka hlut foreldra afturvirkt, tekur Akureyrarbær á sig alla hækkun frá 1. janúar til 31. mars, en gjaldskrá foreldra hækkar frá 1. apríl 2020 um 2,5%. Kostnaður foreldra við gjaldskrárhækkun miðað við hærra gjaldið fer því úr 28.256 kr. í 28.960 kr. miðað við 8 klst. dvalartíma án matarkostnaðar og lægra gjaldið fer úr 17.688 kr. í 18.128 kr. miðað við sama dvalartíma. Það skal tekið fram að leikskólagjaldið fyrir 8 klst. dvalartíma er nokkru hærra eða 29.872 kr. og 19.912 kr.

Áætlaður kostnaðarauki á árinu 2020 fyrir Akureyrarbæ vegna þessara hækkana er á bilinu 13-15 m.kr. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 er ekki áætlað fyrir breytingum vegna væntanlegra kjarasamninga.

Meirihluti fræðsluráðs samþykkir gjaldskrárhækkun á hlut foreldra um 2,5% frá 1. apríl 2020 og vísar til bæjarráðs. Ekki er óskað eftir viðauka að svo stöddu. Gjaldskráin var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta fræðsluráðs. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá.
Lagt fram til kynningar.