Oddeyri - deiliskipulag íbúðasvæðis

Málsnúmer 2018030336

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag Oddeyrar sem tekur til íbúðasvæðisins sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu. Deiliskipulagið verði unnið í náinni samvinnu við íbúa svæðisins.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lögð fram fyrstu drög að skipulagslýsingu og uppfærðri húsaskrá fyrir suðurhluta íbúðarsvæðis á Oddeyri, unnin af Bjarka Jóhannessyni byggingarfulltrúa.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að gera samning við Bjarka um að ljúka við húsaskráningu og annan undirbúning deiliskipulagsins.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Á fundi skipulagsráðs þann 4. apríl 2018 var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðis á Oddeyri sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu. Hafin er vinna við endurskoðun húsakönnunar á svæðinu og gerð forsendna fyrir skipulagsvinnuna. Eftir nánari skoðun á verkefninu leggur sviðsstjóri skipulagssviðs til að skipulagsmörk deiliskipulagsins verði útvíkkuð þannig að þau nái yfir alla núverandi íbúðabyggð Oddeyrar. Sú afmörkun samræmist svæði sem merkt er sem svæði A í rammhluta aðalskipulags fyrir Oddeyri sem tók gildi í maí sl.
Skipulagsráð samþykkir að breyta afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við tillögu sviðsstjóra.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2018 var samþykkt að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu og á fundi 29. ágúst sama ár var samþykkt að útvíkka skipulagsmörkin þannig að þau nái yfir alla núverandi íbúðabyggð á Oddeyri.

Vinna við húsaskráningu á svæðinu og gerð forsendna fyrir skipulagsvinnunni hófst sumarið 2018 og er nú lögð fram tillaga að húsaskráningu svæðisins ásamt tillögu að forsendum fyrir gerð deiliskipulags sem unnar eru af Bjarka Jóhannessyni arkitekt sem kom á fundinn og kynnti tillögurnar.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir kynninguna og samþykkir að senda fyrirliggjandi gögn til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Minjasafnsins á Akureyri.