Erindi dagsett 20. desember 2017 þar sem Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson fyrir hönd Þ.J.V. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, sækir um lóð nr. 3a og b við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem ekki bárust aðrar umsóknir.
Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Þ.J.V. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, sækir um framlengingu á byggingarfresti til 1. apríl 2019.
Lagður fram tölvupóstur frá Haraldi S. Árnasyni dagsettur 20. mars 2019, fyrir hönd Þ.J.H. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, þar sem óskað er eftir að byggingaarfrestur á lóðinni Margrétarhagi 3-5 sem rennur út 1. apríl 2019 verði framlengdur til 1. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við erindið.