Byggðavegur 136A - umsókn um bílastæði og skráningu eignar á Ásveg

Málsnúmer 2017100181

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Jón Valgeir Halldórsson og Hulda Sif Hermannsdóttir sækja um að fá að skilgreina skika í botnlanga Ásvegar sem bílastæði sitt. Húsið sem um ræðir tilheyrir Byggðavegi en snýr að Ásvegi svo umsækjendur sækja um að fá heimilisfangið fært til Ásvegar. Sjá myndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að lóðin Byggðavegur 136A verði skilgreind sem Ásvegur 33 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga frá breytingunni. Umbeðin stækkun á lóð skal grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Jón Valgeir Halldórsson og Hulda Sif Hermannsdóttir sækja um stækkun á lóð sinni til austurs norðan Ásvegar fyrir bílastæði við hús sitt Ásveg 33.

Erindið var grenndarkynnt frá 25. janúar til 24. febrúar 2018.

Ein athugasemd barst.

1) Hjalti Jónsson, dagsett 22. febrúar 2018.

Gerð er athugasemd við að stór hluti klapparinnar verði eyrnamerktur einu húsi í götunni. Umrætt svæði hefur hingað til verið nýtt sem útivistarsvæði barna og fullorðinna í hverfinu, útsýnisstaður fyrir heimamenn sem og ferðamenn og síðast en ekki síst sem losunarsvæði fyrir snjó sem rutt er úr götunni.
Svar við athugasemd:

Um er að ræða lóðarstækkun um 7 m til austurs og 7 m til norðurs frá núverandi gangstétt. Þrátt fyrir þá lóðarstækkun sem farið er fram á verða eftir rúmir 12 m að lóð austan götunnar. Skipulagsráð telur að sú opnun úr enda götunnar sé nægjanleg til að koma við snjósöfnunarsvæði að vetri og hindri ekki heldur aðgengi almennings að klöppunum norðan Ásvegar.

Skipulagsráð samþykkir því umbeðna lóðarstækkun og bílastæði og felur lóðarskrárritara að gera yfirlýsingu um breytta lóðarstærð. Skipulagsráð gerir kröfu um að gengið vel verði frá bílastæðinu og aðlögun að klapparsvæðinu.